Hraðkæling.

Mjög mikilvægt er að kæla aflan hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega.

Það er viðurkennd staðreynd að meðferð og kælihraði ráða mestu um að viðhalda gæðum á ferskfiski. Lykillinn að því að auka gæði fisks er hröð kæling því þannig næst að draga úr örveru- og bakteríumyndun.

Tryggir
gæðin
alla leið!

 

Áframhaldandi kæling á fiski í fiskvinnslum
   
 Continud Downcooling
Mjög mikilvægt er að halda fiski kældum í gegnum allt vinnsluferlið. Það skilar betra hráefni og meiri nýtingu.
Hraðkæling á bolfiski
   
 Whitefish
Ísþykkni hefur verið algeng kæli- og geymsluaðferð á bolfiski í mörg ár. Ísþykknið hefur verið notað til þess að kæla í móttöku, blóðgunar- og sorteringarkörum eða verið notað beint þegar ísað er í kassa og kör um borð í skipum. Þessar aðferðir hafa gefið góða raun og hafa skilað mun lengra geymsluþoli en aðrar kælingaraðferðir (ísunaraðferðir).
Hraðkæling á uppsjávarfiski
   
 Pelagic
Ísþykkni hefur verið notað til kælingar á síld, loðnu, makríl og kolmunna um borð í skipum og í landi. Þetta er gert með notkun ísþykknis eingöngu eða með notkun ísþykknis samhliða RSW kerfum.
Hraðkæling á rækju
   
 Shrimps
Einn af mikilvægustu kostum þess að nota ísþykkni við geymslu á humri og rækju er að liturinn á skelinni heldur sér vel, sem og ferskleiki afurðarinnar. Humar sem er kældur og geymdur í ísþykkni heldur sínum rauða lit mun betur en í öðrum ís eða krapa.
Hraðkæling á laxi
   
 Salmon
Ísþykkni hefur verið notað til þess að hraðkæla lax í Noregi, Skotlandi og Færeyjum. Notkunarsviðin eru misjöfn en tryggja að kælingin skilar sama árangri; þ.e. að kæla laxin hratt og með lágmarkskostnaði í það hitastig sem hentar fyrir áframhaldandi vinnslu.