Umsagnir viðskiptavina.

Hér eru dæmi um hvað nokkrir viðskiptavinir okkar hafa að segja um notkun Optim-Ice ísþykknis.


Geir ÞH-150 - Útnefndur bátur ársins 2010

Ár hvert eru birt nöfn þeirra 10 skipa eða útflytjenda sem best hafa staðið sig í gæðamati Seafish og þar með náð að selja afurðir sínar á hæstu verðunum.

Samkvæmt gæðamati ársins 2010 stóð Geir ÞH-150 sig best allra og er því útnefndur bátur ársins. Stóðst aflinn í öllum tilvikum gæðamatið með glæsibrag.
Meðaltalseinkunin var gífurlega góð og munaði þar töluverðu á honum og því skipi sem kom í öðru sæti.

Geir ÞH-150 er búinn OPTIM-ICE ísþykknivélum frá OPTIMAR Iceland.

Jónas S. Jóhannsson, eigandi og skipstjóri á Geir ÞH-150, hefur staðfest að eftir að skip hans tók OPTIM-ICE ísþykknivélar í notkun hafi náðst fram mikil vinnuhagræðing, gæði aflans hafi aukist og verðmætið þar með.

Lesa meira >>
Þórður Rafn Sigurðson,
útgerðarmaður Dala-Rafn VE-508

“…árangurinn ótrúlega góður. Búnaðurinn notar fyrst og fremst litla orku, árlega sparar hann mér beint þrjár milljónir í ískaupum og umsýslu. Hann léttir alla vinnu um borð, er góð geymsla fyrir fiskinn sem tryggir fyrst og fremst gott hráefni…”.