Varmadælur

Fyrir stórnotendur

KAPP býður upp á mikið úrval af varmadælum fyrir stórnotendur frá nokkrum framleiðendum. Þjónusta er aðalsmerki KAPP og við bjóðum þér varmadælur með öllu inniföldu: Þarfagreining, ráðgjöf, uppsetning, þjónusta, varahlutir og viðgerðir, allt eftir þínum óskum.

Hvað er varmadæla?

Varmadæla er búnaður sem breytir varma við lágt hitastig og skilar honum frá sér við hærra hitastig. Yfirleitt er tekinn varmi frá náttúrunni (t.d. volgu vatni, lofti, jarðvegi eða sjó) og skilað til upphitunar húsa og margskonar iðnaðar. Einnig er hægt er að nýta glatvarma frá vélum, t.d. kælivélum frystihúsa.

Dæmi um notkun

  • Uppsjávarvinnsla
  • Frysting
  • Fiskvinnsla
  • Varmadælustöðvar
  • Iðnaður
  • Stórnotendur 
  • O.fl.

Útvegum allar gerðir af varmadælum frá eftirfarandi fyrirtækjum

Sabroe varmadælur

Sabroe varmadælur eru með framúrskarandi afkastagetu, eru minni en hefðbundnar tveggja þrepa varmadælur og eru með mjög litla kælimiðilsfyllingu. Með því að nota ammoníak sem kælimiðil verður rekstrarkostnaður lítill á sama tíma og afköstu eru mikil. Sabroe vörumerkið er þekkt fyrir einstakan áreiðanleika og lága bilanatíðni.

  • Plug&play

    Kemur plug&play sem auðveldar uppsetningu og sparar kostnað.

  • Orkusparandi

    Hár COP stuðull ásamt hárri orkunýtingu við hlutaálag tryggir lágan orkukostnað.

  • Mikill sveigjanleiki

    Með hraðabreyti og UniSAB stjórnbúnaði sem kemur með öllum varmadælum.

Nokkur dæmi um Sabroe varmadælur

  • Sabroe HyePAC

    Ammóníaks-vatns hitaendurvinnslan sem notar skrúfupressur með afkastasvið frá 4 MW til 25 MW og skilar allt að 95°C hitastigi.

  • Sabroe DualPAC

    Ammóníaks-vatns hitaendurvinnslan sem stimpilpressur með afkastasvið frá 400 kW til 3.000 kW og skilar allt að 95°C hitastigi.

  • Sabroe HicaHP

    Ammóníaks-vatns hitaendurvinnslan semnotar skrúfupressur með afkastasvið frá 4 MW til 25 MW og skilar allt að 95°C hitastigi.

  • Sabroe HeatPAC Cascade

    Ammóníaks-vatns hitaendurvinnslan sem notar stimpilpressur með afkastasvið frá 300 kW til 2.700 kW og skilar allt að 95°C hitastigi.

Ná í bækling hér:

Umhverfisvænn kostur með lágt eða ekkert kolefnisfótspor 

Allar varmadælur sem við bjóðum eru með Ammóníak eða CO2 kælimiðla. Þeir er með GWP stuðla 0 og 1 sem er það lægsta sem hægt er að fá og eru því einstaklega umhverfisvænir.

Þjónusta KAPP

KAPP leggur áherslu á að þjónusta þig alla leið.

  • Þarfagreining 
  • Ráðgjöf
  • Vörur
  • Uppsetning
  • Viðhald
  • Viðgerðir / varahlutir

Tengiliðir